Myndin, sem tekin var sumarið 2002, sýnir Einar Axelsson og Bjarka Þór Kjartansson við uppskerumælingar í asparskógi á Hallormsstað. Mælingarnar voru unnar til þess að fá fram lífmassa- og bolrúmmálsföll fyrir trjátegundir á Islandi. Gerð er grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar HÉR (Mynd: Arnór Snorrason).

„Skógum Íslands var að mestu útrýmt eftir landnám víkinga. En skógarþekja landsins er nú að aukast með þjóðarátaki í skóggræðslu, sem fengið hefur byr undir báða vængi vegna loftslagsbreytinga. Í skógum landsins felst frábært tækifæri til þess að binda það koldíoxíðs sem losnar af mannavöldum. Eldfjallajarðvegur eyjarinnar er afar snauður af kolefni en er tvöfalt öflugri við að binda kolefni en jarðvegur annarra landa á norðurslóðum.“

(Le reboisement de l'Islande.

L'Islande, qui a vu ses forêts décimées avec l'arrivée des Vikings, est sur la route de la reforestation, et le réchauffement climatique vient donner un coup d'accélérateur au programme national de reboisement. Le pays voit dans ses nouvelles forêts une formidable occasion d'emmagasiner son trop-plein de carbone. Et l'île surprend : ses sols ont tellement soif de carbone qu'ils sont deux fois plus efficaces à stocker le polluant que bien des pays nordiques.)

Með þessum orðum er kynntur til sögunnar sjónvarpsþáttur á kanadíska ríkissjónvarpinu (CBC/Radio Canada) sem tekinn var upp hér á landi s.l. haust sem horfa má á HÉR (á frönsku, ótextað). Í þættinum má sjá fallegar myndir úr íslenskri náttúru, ásamt viðtölum við íslenskt skógvísindafólk, svo sem Þröst Eysteinsson, Bjarna Diðrik Sigurðsson, Brynhildi Bjarnadóttur og Aðalstein Sigurgeirsson.