Aðilar innan skógræktargeirans hafa unnið að fitjuskrá í skógrækt sem nú er aðgengileg á vefnum. Fitjuskránni er ætlað að samræma landupplýsingaskráningar í skógrækt á Íslandi, en hún er byggð á staðlinum IST 120 Skráning og flokkun landupplýsinga sem hefur verið í endurskoðun og kemur út sem frumvarp á næstunni. Þá gefst tækifæri til að gera athugasemdir við staðalinn. Staðallinn er gefinn út af Staðlaráði Íslands.

Skógrækt ríkisins ber ábyrgð á fitjuskránni í skógrækt, en að henni koma allir helstu aðilar sem koma að skráningu landupplýsinga í skógrækt. Nú gefst tækifæri til að gera athugasemdir við fitjuskrá í skógrækt og skulu athugasemdir sendar til Björns Traustasonar, landfræðings hjá Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá, á netfang bjorn@skogur.is.

Skoða fitjuskrána