Mynd: Héraðs- og Austurlandsskógar
Mynd: Héraðs- og Austurlandsskógar

Laugardaginn 14. ágúst s.l. komu skógarmenn og -konur saman í Víðivallaskógi á Fljótsdalshéraði til að fagna 40 ára afmæli Fljótsdalsáætlunar. Fljótsdalsáætlun, og ekki síður verkefnið Nytjaskógarækt á bújörðum sem Skógrækt ríkisins sá um, eru undanfari skógræktarverkefna bænda sem eru nú fimm talsins. Það fór því vel á því að Skógrækt ríkisins og Héraðs-og Austurlandsskógar minntust þessarar tímamóta og byðu skógarbændum til veislu. 

Fyrsta gróðursetningin í Fljótsdalsáætlun fór fram þann 25. júní árið 1970 á Víðivöllum í Fljótsdal og því vel við hæfi að halda upp á afmælið í skóginum sem er búinn að vaxa upp frá þeirri gróðursetningu. Félag skógarbænda á Austurlandi tók á móti fólki með hressandi snafsi, síðan tók við skrautlegur fordrykkur áður en Ólöf Sigurbjartsdóttir framkvæmdastjóri Héraðs-og Austurlandsskóga bauð fólk velkomið og staðgengill skógræktarstjóra, Þröstur Eysteinsson, fór yfir söguna. Góður matur var snæddur og síðan unað við söng og spil en þeir félagar Gylfi á Hofi og Andres á Bessastöðum spiluðu undir söng. 

Við þökkum öllum sem mættu til veislu og vonumst til að fólk hafi notið þessarar stundar í skóginum. 

Til hamingju með 40 ára afmælið.


frett_17082010_2


Skógarvörðurinn á Hallormsstað, Þór Þorfinnsson, flaggar í tilefni dagsins.frett_17082010_3










Sherry Curl blandar fordrykkinn glæsilega










frett_17082010_4

Landssamtök skógareigenda komu færandi hendi og gáfu álm, hlyn, ask og eik til gróðursetningar í tilefni dagsins.

Á myndinni má sjá, talið frá vinstri; Eddu Kr. Björnsdóttur formann Lse og svo þá sem sáu um gróðursetninguna; Viðar Eiríksson með álminn, Helgi Bragason með hlyninn, Orri Hrafnkelsson og Hallgrímur Þórarinsson með askinn og Björn Ármann Ólafsson og Hlynur Halldórsson með eikina.  Þess má geta að Hallgrímur og Hlynur voru í hópnum sem gróðursettu á Víðivöllum fyrir 40 árum síðan.


frett_17082010_5


Ketilkaffið er að sjálfsögðu ómissandi í öllum skógarveislum og um bruggunina á því sá Hlynur Gauti Sigurðsson.

 









Texti og myndir: Vefsíða Héraðs- og Austurlandsskóga