21022013-(2)

Um fyrri helgi var haldið enn eitt húsgagnagerðarnámskeiðið hjá Landbúnaðarháskólanum í samvinnu við Skógrækt ríkisins. Eins og flest slík námskeið var það haldið í húskynnum Skógræktarfélags Árnessýslu að Snæfoksstöðum. Námskeiðið var fullsetið eða með 15 þátttakendum sem komu víða að af landinu; úr Eyjafirðinum, frá Akranesi, Reykjavík, Suðurnesjum og af Suðurlandi. Af einstökum starfshópum voru kennara fjölmennastir og skýrist það af vaxandi áhuga á skógartengdu útinámi, uppbyggingu á aðstöðu í grenndarkskógi og til að auka fjölbreytni í verkefnavinnu nemenda. Ástæðan er einnig sú að minna framboð er en áður af slíkri fræðslu hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Faggreinarnar styrkja nú betur en áður ýmsa símenntun og ýtir það m.a. undir góða þátttöku húsgagna- og húsasmiða í námskeiðinu. 

Samkvæmt venju er farið í grundvallarþætti ferskra viðarnytja, tálgutækninnar og notkun og umhirðu bitáhalda í slíkri vinnu. Flettisögin sem er á Snæfoksstöðum léttir alla efnisöflun fyrir námskeiðið og góð aðstaða í skemmunni léttir mjög alla framkvæmd þess. Um næstu helgi er næsta húsgagnagerðarnámskeið og það er óðum að fyllast.

Myndir og texti: ÓIafur Oddsson, fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins