Opið hús skógræktarfélaganna að hausti verður haldið fimmtudaginn 7. október, í fundarsal Arion-banka, Borgartúni 19, kl. 20:00. Sagt verður í máli og myndum frá skógarferð til Færeyja. Ferðasagan verður rakin og fjallað um trjá- og skógrækt í Færeyjum.  

Nokkrar myndir úr ferðinni má sjá á Facebook-síðu Skógræktarfélags Íslands.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.


Mynd: Skógræktarfélag Íslands