Vel á annað hundrað manns ræðir um skipulagsmál og skóga

Vel á annað hundrað manns situr fagráðstefnu skógræktar sem haldin er á Hótel Selfossi undir yfirskriftinni Skógur og skipulag. Meðfylgjandi mynd er af Sigurði Inga Jóhannssyni, ráðherra skógarmála, og Birni B. Jónssyni, framkvæmdastjóra Suðurlandsskóga. Sigurður Ingi ávarpaði ráðstefnuna og fékk að gjöf forláta skrautreyni sem hann velur væntanlega góðan stað þar sem hann minnir ráðherra á gagn og nytsemi skógræktar.

Á fyrri degi ráðstefnunnar, sem nú er lokið, voru skipulagsmálin í öndvegi. Skógræktarfólki þykir að málefni skóga og skógræktar þurfi að koma betur fram í skipulagsstarfi hjá sveitarfélögum. Ef gera á þá kröfu til sveitarfélaga að öll skógrækt sé skipulagsskyld og sækja þurfi um framkvæmdaleyfi til skógræktar þurfa sveitarfélög að hafa aðgang að þekkingu og réttu tækin til að afgreiða slíkar umsóknir. Þetta kom fram í máli Þrastar Eysteinssonar, sviðsstjóra þjóðskóganna hjá Skógrækt ríkisins. Margt fleira kom fram á ráðstefnunni í dag sem tíundað verður betur hér á vefnum næstu daga. Á morgun er margt fróðlegt á dagskránni. Þorbergur Hjalti Jónsson, skógfræðingur á Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá, ríður á vaðið í fyrramálið og ræðir um skógrækt sem fjárfestingarmöguleika. Annars er dagskrá morgundagsins sem hér segir:

Fimmtudagur 13. mars 2014    

Fundarstjórar: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Valgerður Jónsdóttir

9:00-9:25 Skógrækt sem fjárfestingarmöguleiki
Þorbergur Hjalti Jónsson
20 mín. + umræður 5 mín.
9:25-9:45 Sveppir og sveppanytjar í skógum á Íslandi
Bjarni Diðrik Sigurðsson
15 mín. + umræður 5 mín. 
9:45-10:05 „Könnun á hagkvæmni þess að kynda upp byggðina í Grímsey með viðarkögglum eða kurli.“
Rúnar  Ísleifsson
15 mín. + umræður 5 mín.
10:05-10:40

 Kaffi

Veggspjaldakynning – 5 mín. á veggspjald

10.40-11:05 Brunavarnir
Björn B. Jónsson og Böðvar Guðmundsson
20 mín. + umræður 5 mín.
11:05-11:25 Stefnumótun um ræktun götutrjáa og val á tegundum
Samson B. Harðarson
15 mín. + umræður 5 mín. 
11:25-11:45 Eru „mini- plöntur“ lausnin?
Trausti Jóhannsson
15 mín. + umræður  5 mín. 
11:45-12:05 Skipulag í grunn – og endurmenntun í skógrækt á Íslandi
Guðríður Helgadóttir
15 mín. + umræður 5 mín. 
12:05-13:00 Hádegisverður
13:00-13:10 Örerindi – kögglar (Pellet)  til mismunandi nota
Sigurður Halldórsson
13:10-13:30 Fagurfræði skógræktar – helsi eða brúarsmíði
Helena Guttormsdóttir
15 mín. + umræður  5 mín.
13:30-13:45 Þátttaka Íslands í evrópuverkefninu COST FP1203, aðrar nytjar en viðarnytjar (Non wood forest products)
Agnes Geirdal og Lilja Magnúsdóttir
10 mín. + umræður 5 mín. 
13:45-14:05 Skipulag skóga með tilliti til skógarafurða og nýtingarmöguleika þeirra
Lilja Magnúsdóttir
15 mín. + umræður 5 mín. 
14:05-14:25 Innihald andoxunarefnis í greniberki á Íslandi, vinnsluaðferðir, einkaleyfishæfi og hagkvæmnisathuganir
Hannes Þór Hafsteinsson
15 mín + umræður 5 mín
14:25:14:40 Samantekt Arnór Snorrason
14:40-14:45 Næsta fagráðstefna í skógrækt - fulltrúi Vesturlands
14:45-15:00 Tilkynningar og ráðstefnuslit