Hof Cultural and Conference Center in Akureyri, venue of the next NordGen thematic day in April 2018…
Hof Cultural and Conference Center in Akureyri, venue of the next NordGen thematic day in April 2018. Photo: visitakureyri.is

Tryggið ykkur gistingu sem fyrst

Ari Trausti Guðmundsson alþingismaður verður meðal frummælenda á Fagráðstefnu skógræktar sem haldin verður í Hofi á Akureyri 11.-12. apríl. Erindi sitt nefnir Ari Trausti „Þáttur skógræktar í kolefnishlutlausu landi“ og veltir hann fyrir sér m.a. hugmyndum um fjórföldun skógræktar á Íslandi. Einnig verður fjallað um loftslagsáhrif skógræktar á framræstu mýrlendi og margt, margt fleira.

Rétt er að hvetja fólk til að skrá sig sem fyrst á Fagráðstefnuna með því að senda tölvupóst til Hraundísar Guðmundsdóttur, hraundis@skogur.is. Frátekin eru hótelherbergi fyrir ráðstefnugesti á Hótel KEA fram til 10. mars.

Kolefnisbinding og fjórföldun skógræktar

Margt áhugavert er á dagskrá Fagráðstefnunnar að þessu sinni. Fyrri dagurinn er þemadagur í samvinnu við NordGen og þá verður fjallað um fræöflun og trjákynbætur. Seinni daginn verður sjónum m.a. beint að kolefnisbindingu með skógrækt á Íslandi og erlendis. Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, tíundar ýmis stór verkefni sem unnið er að vítt og breitt um heiminn og veltir fyrir sér straumum og stefnum í ljósi loftslagsbreytinga. Arnór Snorrason, sérfræðingur á Mógilsá, og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, sviðstjóri skógarauðlindasviðs Skógræktarinnar, ræða áhrif fjórföldunar nýskógræktar á Íslandi á losun og bindingu gróðurhúsalofttegunda og viðtartekju. Ari Trausti Guðmundsson alþingismaður flytur erindi sem hann nefnir  „Þáttur skógræktar í kolefnishlutlausu landi“ og veltir fyrir sér m.a. hugmyndum um fjórföldun skógræktar á Íslandi.

Birkiskógar í framtíðinni og skógrækt á framræstu landi

Á ráðstefnunni verður búskaparskógræktarverkefni í Húnaþingi verstra kynnt, fjallað um árangur landgræðslu og skógræktar á Hólasandi, landnám birkis á Skeiðarársandi, útbreiðslu birkikembu og áhrif hennar á mismunandi kvæmi birkis, spá um lifun grenitrjáa í ungskógum á Íslandi og raunfærnimat í skógrækt. Þá verður velt upp möguleikum birkiskóga á Íslandi í framtíðinni og sagt frá þéttleikatilraun í lerki á Héraði en einnig er vert að vekja athygli á erindi Brynhildar Bjarnadóttur hjá HA, Bjarna Diðriks Sigurðssonar hjá LbhÍ og Bjarka Þórs Kjartanssonar á Mógilsá þar sem til umfjöllunar verða loftslagsáhrif skógræktar á framræstu mýrlendi.

Skógtæknileg málefni verða einnig til umfjöllunar á Fagráðstefnu, rætt um notkun dráttarvéla í skógarhöggi og varnir og viðbrögð við gróðurbrunum á Íslandi.

Texti: Pétur Halldórsson
Mynd af Hofi: visitakureyri.is