Aðalfundur Skógfræðingafélagsins á Hótel Selfossi í kvöld

Árleg fagráðstefna skógræktar er að hefjast á Hótel Selfossi og fyrirlestrar verða haldnir miðvikudaginn 12. mars og fimmtudaginn þrettánda. Yfirskrift ráðstefnunnar er Skógur og skipulag og skipulagsmálin verða allsráðandi fyrri daginn. Skógfræðingar hefja leikinn með því að halda aðalfund sinn kl. 20.00.

Nánari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á harpadis@sudskogur.is
eða hringja í síma 480-1825.

Skipuleggjendur ráðstefnunnar eru:

  • Suðurlandsskógar: Harpa Dís Harðardóttir formaður undirbúningsnefndar, Björn B.Jónsson, Böðvar Guðmundsson,  Hallur Björgvinsson og Valgerður Erlingsdóttir.
  • Rannsóknarstöð skógræktar : Arnór Snorrason
  • Skógrækt ríkisins: Hreinn Óskarsson.
  • Skógfræðingafélag Íslands: Herdís Friðriksdóttir
  • Landbúnaðarháskóli Íslands: Bjarni Diðrik Sigurðsson og Björgvin Eggertsson
  • Landssamtök skógareigenda:  Hrönn Guðmundsdóttir
  • Skógræktarfélag Íslands: Brynjólfur Jónsson

lauf

Dagskrá fagráðstefnu skógræktar 2014

  • Þriðjudagur 11. mars

18:00-19:00 Skráning og afhending ráðstefnugagna
19:00-20:00 Kvöldverður = frjálst, margir staðir
20:00 -> Spjall og ýmsir fundir, s.s. aðalfundur Skógfræðingafélagsins
  • Miðvikudagur 12. mars

Fundarstjórar: Sæmundur Þorvaldsson og Ólöf Sigurbjartsdóttir

8.30-9.00          Afhending ráðstefnugagna
9:00- 9:20 Gestir boðnir velkomnir.
Umhverfis- og landbúnaðarráðherra  setur ráðstefnuna.
   
9:20-9:45 Skógar Evrópu. Samningar um sjálfbæra nýtingu
Jón Geir Pétursson
20 mín + umræður 5 mín
9:45-10:25  Skipulag skógræktar á Íslandi 
Björn Barkarson
30 mín + umræður 10 mín
10:25-10:50  Kaffihlé
10:50-10:55 Örerindi.Jákvæðir fjölmiðlar
Magnús Hlynur Hreiðarsson 

10:55-11:20

 

 

Að vega og meta margbreytileika lífríkis við skipulag,  skógrækt og  „skipulagslausa skógrækt“
Aðalsteinn Sigurgeirsson
20 mín + umræður 5 mín
11:20-11:45 Skógrækt í skipulagsáætlunum sveitarfélaga - lagaumhverfi og lagabreytingar
Hallgrímur Indriðason
20 mín + umræður 5 mín 
11:45-11:55 Örerindi – Botnlæg sjávardýr
Ásgeir Eiríkur Guðnason 
12-13:00 Hádegisverður   
13:00-13:25 Aðalskipulag Borgarbyggðar  og mismunandi sjónarmið á nýtingu lands
Ragnar Frank Kristjánsson
20 mín + umræður 5 mín
13:25-13:50  Skógræktarstefna sveitarfélaga – aðferðafræði við greiningu mögulegs skógræktarlands
Björn Traustason
20 mín + umræður 5 mín 
13:50-14:15 Hagfræði mismunandi landnýtingarkosta
Nóg land til skógræktar og annars landbúnaðar
Eggert Þórarinsson
20 mín + umræður  5 mín
14:15-14:20 Örerindi   bókarkynning
Skógarauðlindin  - ræktun, umhirða og nýting
14:20-14:45   Meðferð sveitarfélaga á framkvæmdaleyfi til skógræktar
Þröstur Eysteinsson
20 mín + umræður 5 mín 
14:45-15.10 Skógrækt í bland við aðra landnýtingu
Pétur Ingi Haraldsson
20 mín. + umræður  5 mín.
15:10 - 15:35 Er skógrækt afturkræf aðgerð í nýtingu  lands?
Hreinn Óskarsson
20 mín. + umræður  5 mín.
15:35-18:00 Kaffi úti í Hellisskógi - Allir í gönguskó og draugahelda útigalla
19:30-> Kvöldverður og skemmtidagskrá
  • Fimmtudagur 13. mars 2014    

Fundarstjórar: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Valgerður Jónsdóttir

9:00-9:25 Skógrækt sem fjárfestingarmöguleiki
Þorbergur Hjalti Jónsson
20 mín. + umræður 5 mín.
9:25-9:45 Sveppir og sveppanytjar í skógum á Íslandi
Bjarni Diðrik Sigurðsson
15 mín. + umræður 5 mín. 
9:45-10:05 „Könnun á hagkvæmni þess að kynda upp byggðina í Grímsey með viðarkögglum eða kurli.“
Rúnar  Ísleifsson
15 mín. + umræður 5 mín.
10:05-10:40

 Kaffi

Veggspjaldakynning – 5 mín. á veggspjald

10.40-11:05 Brunavarnir
Björn B. Jónsson og Böðvar Guðmundsson
20 mín. + umræður 5 mín.
11:05-11:25 Stefnumótun um ræktun götutrjáa og val á tegundum
Samson B. Harðarson
15 mín. + umræður 5 mín. 
11:25-11:45 Eru „mini- plöntur“ lausnin?
Trausti Jóhannsson
15 mín. + umræður  5 mín. 
11:45-12:05 Skipulag í grunn – og endurmenntun í skógrækt á Íslandi
Guðríður Helgadóttir
15 mín. + umræður 5 mín. 
12:05-13:00 Hádegisverður
13:00-13:10 Örerindi – kögglar (Pellet)  til mismunandi nota
Sigurður Halldórsson
13:10-13:30 Fagurfræði skógræktar – helsi eða brúarsmíði
Helena Guttormsdóttir
15 mín. + umræður  5 mín.
13:30-13:45 Þátttaka Íslands í evrópuverkefninu COST FP1203, aðrar nytjar en viðarnytjar (Non wood forest products)
Agnes Geirdal og Lilja Magnúsdóttir
10 mín. + umræður 5 mín. 
13:45-14:05 Skipulag skóga með tilliti til skógarafurða og nýtingarmöguleika þeirra
Lilja Magnúsdóttir
15 mín. + umræður 5 mín. 
14:05-14:25 Innihald andoxunarefnis í greniberki á Íslandi, vinnsluaðferðir, einkaleyfishæfi og hagkvæmnisathuganir
Hannes Þór Hafsteinsson
15 mín + umræður 5 mín
14:25:14:40 Samantekt Arnór Snorrason
14:40-14:45 Næsta fagráðstefna í skógrækt - fulltrúi Vesturlands
14:45-15:00 Tilkynningar og ráðstefnuslit