Úr Tunguskógi í Skutulsfirði. Ljósmynd: Áskell Þórisson
Úr Tunguskógi í Skutulsfirði. Ljósmynd: Áskell Þórisson

Ákveðið hefur verið að hin árlega Fagráðstefna skógræktar fari fram á Ísafirði 29.-30. mars 2023. Þema ráðstefnunnar verður tilkynnt síðar ásamt dagskrá og hagnýtum upplýsingum.

Fagráðstefna skógræktar er haldin í samstarfi Skógræktarinnar, Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktarfélags Íslands, Skógfræðingafélags Íslands og Bændasamtaka Íslands. Þetta er tveggja daga ráðstefna og er fyrri dagurinn gjarnan helgaður ákveðnu málefni eða þema og sá síðari vettvangur fjölbreyttra erinda og kynninga á málefnum sem snerta skógrækt, skógrannsóknir, skógtækni og skyld efni. Þema ráðstefnunnar á Ísafirði verður kynnt í desember og í kjölfarið koma drög að dagskrá ásamt hagnýtum upplýsingum um gistingu, ferðir o.þ.h.

Ráðstefnan hleypur til milli landshluta. Síðast var hún haldin á Hótel Geysi í Haukadal 2022 en í Vestfirðingafjórðungi fór hún síðast fram árið 2016 og þá á Patreksfirði.

Texti: Pétur Halldórsson