Þór Þorfinnsson skógarvörður á Austurlandi gekk út í skóg í síðustu viku og mældi hæð nokkurra alaskaaspa á Hallormsstað. Notaði Þór Suunto hæðarmæli eins gert var í Múlakoti í fyrri viku. Samkvæmt mælingum Þórs voru aspir í svokölluðum Neðsta reit um 21,6 m þ.e. jafn háar Múlakotsöspunum, en þær hæstu á Hallormsstað eru um 22,25. Þær eru við húsið Hjalla á Hallormstað sem er rétt ofan við Húsmæðraskólann á Hallormsstað. Líklegt eru að þetta séu hæstu tré á Íslandi um þessar mundir, þó hafa borist ábendingar um að hærri aspir gætu fundist í Laugarási í Biskupstungum.