Nýjar mælingar sýna á öspunum í Múlakoti að þær hafa sprottið allvel á síðustu árum og er sú hæsta nú um 21,60 m. Því er von að spurt sé hvort þetta séu orðin hæstu trén á Íslandi.

Nýjar mælingar sýna á öspunum í Múlakoti að þær hafa sprottið allvel á síðustu árum og er sú hæsta nú um 21,60 m. Því er von að spurt sé hvort þetta séu orðin hæstu trén á Íslandi. Mælingarnar voru gerðar í tengslum við úttekt á skógræktarskilyrðum og voru gerðar með Suunto hornamæli. Gera má ráð fyrir einhverri óvissu við slíkar mælingar, en í þessu tilfelli fengu tveir mælingamenn sömu niðurstöðuna svo líklegt er að mæliniðurstaðan sé nærri hinu sanna. Þau tré sem gætu verið hærri eru aspir á Hallormsstað og sitkagreni í Ártúnsbrekkunni. Bíða menn nú spenntir eftir niðurstöðum mælinga á þeim stöðum.