Fer fram í Hofi á Akureyri 11.-12. apríl

Hin árlega Fagráðstefna skógræktar verður haldin í Hofi á Akureyri dagana 11. og 12. apríl. Að þessu sinni er ráðstefnan haldin í samstarfi við NordGen Forest, skógarsvið norrænu erfðavísindastofnunarinnar og fyrri dagurinn helgaður fjölgunarefni að verulegu leyti. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Fræöflun og trjákynbætur“. Dagskráin fyrri daginn fer fram á ensku en þann seinni á íslensku. Seinni daginn verða flutt margs konar erindi um skógrækt í sinni fjölbreyttustu mynd.