Nú síðsumars hefur töluvert borðið á blettóttum víði- og asparblöðum. Blettirnir eru dökkir, um það bil 1 cm2 og líkjast svepp. Þegar nánar er að gáð þá eru laufin hol þar sem blettirnir eru og á neðra borði laufsins má sjá lítil göt eftir skordýr. Inni í holunum má finna örsmáar lirfur eða bjöllur sem eru líkast til tegundir af ættkvíslinni Isochnus, annað hvort asparrani (Isochnussequensi) eða laufrani (Isochnus foliorum). Laufrani nærist á víði en asparrani á víði og ösp. Fullorðnu dýrin  eru smá eða um 2-2,5 mm að lengd og svört að lit. Þau eru á ferli snemmsumars en verpa síðan um mánaðarmótin júní – júlí. Lirfurnar  eru hvítar með dökkan haus og smeygja sér inn í laufin þar sem þær éta innri vefi þess. Laufrani fannst fyrst á Íslandi á seinni hluta síðustu aldar en áberandi mikið hefur borið á honum nú í sumar.

Einnig hefur borið kýlum á blöðum á viðju og selju í sumar. Þegar þau eru tekin í tvennt er lirfa inni í þeim eða gat eftir lirfu sem er farin. Ekki er búið að tegundagreina lirfurnar en líkast til er um að ræða sagvesputegund af ættkvíslinni Pontania, líklega Pontania bridgmanii.

Venjulegt skordýraeitur svo sem permasect virkar illa á þessar tegundir svo að tilgangslítið er að úða trén með slíku eitri. Þessar skordýrategundir geta dregið úr vexti og aukið hættu á kalskemmdum en valda aðallega útlitsgalla á laufum trjánna og drepa ekki trén.

 

15082012-(2)

Fullorðið dýr ranabjöllu.

15082012-(3)
Ranalirfa á laufi.

15082012-(4)
Kýli á selju.


Myndir og texti: Brynja Hrafnkelsdóttir og Edda Sigurdís Oddsdóttir.