Við innkomuna í Stálpastaðaskóg í Skorradal er fjöbreytt safn trjátegunda sem kallað hefur verið Trjásafnið í Stálpastaðaskógi.  Fyrir nokkrum árum voru lagðir um safnið göngustígar og settar upp merkingar við einstaka trjátegundir.  Það var liður í verkefninu „Opnum skógana“ sem styrkt var af Skeljungi og þá voru haldnir skógardagar á hverju ári fram til ársins 1999. Í sumar hefur verið unnið að endurnýjun þessara stíga, legu þeirra breytt, þeir breikkaðir og komið fyrir bekkjum og stöðum til að tilla sér á til að auðvelda gestum að njóta útivistar í þessum hluta skógarins.  Eftir grisjunina eru þin og þallartegundir áberandi og þær setja sérstakan sígrænan svip á svæðið sem eykur mjög útivistargildi svæðisins.  Starfsmenn Skógræktarinnar á Vesturlandi unnu verkið með aðstoð sumarstarfsmanna Landsvirkjunnar. 

Vertu velkomin(n).