(Mynd: Christoph Wöll)
(Mynd: Christoph Wöll)

Um þessar mundir er verið að undirbúa endurbyggingu lítils pakkhúss að Vatnshorni í Skorradal (sjá myndir af húsinu hér að neðan). Efnivið í húsið flutti Björn Bjarnarson (f. 1856) með sér í Skorradal þegar hann kom heim úr búfræðinámi í Noregi. Áætlað er að endurbyggja húsið í vor og sumar og reiknað með að vígsla þess fari fram í ágúst, en vígslan verður einn af viðburðum alþjóðlegs árs skóga hér á landi.

Aðkoma Skógrækt ríkisins að endurbyggingunni er sú að stofnunin leggur til timbur í húsið. Í gær, miðvikudaginn 2. mars, lauk Vesturlandsdeild Skógræktar ríkisins við að fletta borð og planka úr greni í húsið. Til verksins er notuð bandsög sem Gísli Baldur, starfsmaður Skógræktar ríkisins, sést brúka á meðfylgjandi myndum.

Flett timbur er ein þeirra fjölmörgu afurða sem Skógrækt ríkisins býður upp á. Hér á vefsíðunni skogur.is er hægt að skoða allar þær afurðir sem stofnunin býður upp á, í hvers konar einingum og hvar á landinu þær eru seldar.


frett_03032011_1_b

frett_03032011_4_b

frett_03032011_5_b

frett_03032011_6_b


Hér að neðan má sjá pakkhúsið að Vatnshorni í Skorradal áður en það var tekið niður til endurbyggingar. Reiknað er með að húsið verði vígt í ágúst.

frett_03032011_7Myndir: Christoph Wöll og Hjörleifur Stefánsson
Texti: Christoph Wöll og Esther Ösp Gunnarsdóttir