Myndband um eina stærstu skógartækjasýningu heims

Í sumarbyrjun í fyrra fór dágóður hópur skógarmanna á eina af stærstu skógartækjasýningu í heimi, Elmia Wood, sem haldin var dagana 5.-8. júní 2013. Elmia er sýningar- og ráðstefnumiðstöð við suðurenda Vättern-vatns, um tuttugu kílómetrum sunnan við borgina Jönköping. Þar eru haldnar margvíslegar sýningar í ólíkum landbúnaðargreinum en þessi skógartækjasýning er haldin á fjögurra ára fresti.

Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Austurlandi, og Rúnar Ísleifsson skógræktarráðunautur, fóru fyrir hönd Skógræktar ríkisins en þarna voru líka fulltrúar frá Héraðs- og Austurlandsskógum, Norðurlandsskógum og sjálfstætt starfandi skógarhöggsverktökum.

Hlynur Sigurðsson, starfsmaður Héraðs- og Austurlandsskóga, kvikmyndaði allt það helsta sem fyrir augu bar og setti saman fjölbreytt og fræðandi myndband sem áhugavert er fyrir allt skógarfólk að sjá.

Smellið hér til að horfa á myndbandið.

Myndarlegar skógarhöggsvélar sýndar að verki.
Myndir: Þór Þorfinnsson