Í gær, þriðjudaginn 2. október, fór fram prófun á úðastútakerfi sem hugsanlegt er að nota við eldvarnir í Skorradal.

Prófunin fór fram í Fitjahlíð þar sem lagðir voru út fjórir stútar og náði lögnin langt upp í hlíðina. Hæðarmunur frá vatni og upp í efsta stút var um 50 metrar. Tvær stærðir af stútum voru notaðar við þessa prófun og þóttu stóru stútarnir mjög sannfærandi. 

03102012-(1)

03102012-(3)

Hugmyndina að þessum gjörningi átti Guðmundur Hallgrímsson á Hvanneyri og er hugmynd hans að með svona úðakerfi sé hægt að skipta svæðum niður í brunahólf. Hægt er að leggja lagnir og stúta ákveðið svæði en síðan er dælu smellt á leiðslurnar þegar á þarf að halda. Ef næst að gera votan „eldvarnavegg“ sem er u.þ.b. 40 m breiður tefur það eldinn og jafnvel stöðvar hann. Slíkan búnað mætti t.d. nýta til að verja sumarbústaði og byggð fyrir gróðureldum. 

Tilraunin lukkaðist vel. Góður þrýstingur var alla leið og stútarnir virkuðu vel, mikið vatnsmagn dreifðist úr þeim á stuttum tíma.























Myndir og texti: Valdimar Reynisson, skógarvörður á Vesturlandi.