Sævar Hreiðarsson.
Sævar Hreiðarsson.

Meistaravörn Sævars Hreiðarssonar í skógfræði

Miðvikudaginn 24. maí ver Sævar Hreiðars­son meistararitgerð sína, „Eiginleikar ís­lensks trjáviðar, þéttleiki og ending“. Þetta er meistaraverkefni í skógfræði frá auð­linda- og umhverfisdeild Landbúnaðar­háskóla Íslands. Athöfnin hefst kl. 13:00 og fer fram í Ásgarði, aðalbyggingu LbhÍ á Hvanneyri. Allir eru velkomnir.

Leiðbeinendur eru Ólafur Eggertsson, sér­fræðingur hjá Skógræktinni, Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor við LbhÍ, Halldór Sverrisson, sérfræðingur hjá Skógræktinni, og Hreinn Óskarsson, sviðstjóri hjá Skóg­ræktinni. Prófdómari er Hrefna Jóhannes­dóttir, skógfræðingur og skógarbóndi á Silfrastöðum.


Samantekt

Um 70 ár eru frá því hafist var handa við markvissa nýskógrækt á Íslandi og elstu reitirnir gefa nú af sér hráefni til viðar­vinnslu. Fram til þessa hafa fáar rannsóknir verið gerðar á eiginleikum og gæðum trjá­viðar hér á landi. Í ritgerðinni er skýrt frá niðurstöðum mælinga á vexti, viðarþéttleika og endingu fjögurra mikilvægra nytja­teg­unda í ræktun á Íslandi, alaskaösp, sitka­greni, rauðgreni og stafafuru. Auk þess er greint frá niðurstöðum mælinga í langtíma­tilraun á endingu lerkis (af nokkrum tegund­um) sem gerð er á Rannsóknastöð skóg­rækt­ar Mógilsá. Í inngangi er fjallað al­mennt um viðarfræði, þéttleika, endingu viðar og þær trjátegundir sem koma við sögu í þessari rannsókn. Efniviður fyrir rannsóknina var sóttur í Haukadalsskóg í Biskupstungum og fór vettvangsvinna fram þar vorið 2012.

Vöxtur allra tegunda í Haukadal var í meðallagi og svipaður meðalvexti tegund­anna á Íslandi og við sambærilegar aðstæður erlendis. Mælingar á viðarþéttleika sitkagrenis og stafafuru voru þær fyrstu sem hafa verið framkvæmdar hér á landi. Niðurstöður sýndu að viðarþéttleiki alaskaaspar var hærri í Haukadal en á vaxtarsvæði tegundarinnar í Ameríku. Stafafuran mældist með hærri þéttleika neðst í stofninum en var annars með mjög jafnan viðarþéttleika, sem var í samræmi við mælingar frá Evrópu og Ameríku. Rauðgreni og sitkagreni vaxa vel í Haukadal en voru með viðarþéttleika við lægri mörk sömu tegunda í Evrópu og Ameríku. Kjarnaviður sitka­grenis mældist með hærri þéttleika en rysjuviður, en enginn munur var hjá öðrum tegundum í því tilliti.


Til að mæla endingu viðar var sett út stöðluð pinnatilraun (stake test) í hlíðar Esju ofan við Mógilsá. Pinnar voru vigtaðir á hverju ári til að fylgjast með niðurbroti, en ekki verður hægt að framkvæma mat samkvæmt staðli fyrr en 5 árum eftir að tilraunin var sett út (sumarið 2017). Eftir fjögur ár var þyngdartap pinna mest hjá alaskaöspinni (26%) sem var um helmingi meira en hjá pinnum barrtegunda, en rauðgrenið var með minnst þyngdartap (10,8%). Pinnar úr kjarnavið voru með minna þyngdartap hjá öllum tegundum. Eftir 4 ár voru pinnar allra tegunda með greinileg merki um fúa en var þó mest áberandi hjá öspinni. Við mælingar á lerkitilraun kom í ljós vatnsupptaka lerki­tegunda var marktækt lægri en hjá rauðgreni og skógarfuru (Pinus sylvestris). Einnig kom í ljós hjá öllum tegundum að sýni sem höfðu fengið háhita­meðhöndlun voru með minni vatnsupptöku en ómeðhöndluð sýni. Ekki var mark­tæk­ur munur á upptöku vatns milli lerkitegunda.

Samkvæmt niðurstöðum stenst íslenskur trjáviður samanburð við sömu tegundir í Evrópu og Ameríku. Niður­stöðurn­ar gefa vísbendingar um að íslenskur viður muni uppfylla gæðastaðla og með reynslu og rannsóknum eiga rækt­end­ur að geta aukið gæðin til framtíðar.

Summary

(Properties of Icelandic wood: density and durability)

Approximately 70 years have passed since large-scale forest planting began in Iceland, and today the oldest stands yield raw material for wood production. Until now, few studies have been made on the quality of Icelandic timber. This thesis reports measurement of forest growth, wood density and durability of four important tree species used for culti­vation in Iceland. Furthermore, it reports the results of a long-term study at the Icelandic Forest Research at Mógilsá, in measuring durability of larch of different species.

The introduction chapter covers general wood studies, density and durability of wood, and considers the tree species used for the study. The species used for measurements of wood density and durability were: black cottonwood (Populus trichocarpa), Sitka spruce (Picea sitchensis), Norway spruce (Picea abies), and lodgepole pine (Pinus contorta). Lumber used for the research was wood from stands in Haukadalur in Biskupstungur, and fieldwork was conducted on site in spring 2012.

Growth of all the species at Haukadalur was at average compared to the growth of the same species in other Icelandic plantations, and compared with compatible conditions overseas. Measurements of wood density in Sitka spruce and Lodgepole pine were the first ever conducted in Iceland. Results showed higher wood density in black cottonwood in Haukadalur than in the species' growth in North America. Lodgepole pine had higher density lowest in the trunk, but otherwise its' basic wood density was quite evenly distributed, which corresponds well to European and American measurements. Growing conditions in Haukadalur are favourable for Norway spruce and Sitka spruce, but their density was at the lower range of wood density reported for the same species in Europe and North America. The heartwood of Sitka spruce had higher density than sapwood, but no difference was detected in the other species.


Af vef LbhÍ