Í síðustu viku var haldinn undirbúningsfundur fyrir formlegt samstarf um eflingu útináms á Selfossi. Fundinn sóttu aðilar frá leik- og grunnskólum, umhverfissviði Árborgar, Suðurlandsskógum og fræðsluyfirvöldum. Rætt var um mikilvægi þess að safna saman upplýsingum um náttúrverðmæti og sögu Selfoss sem gagnast gæti við skipulag útináms sem hefði skírskotun til margra þátta/námsgreina og næði til allra aldurshópa, þ.á. m. framhaldsskólastigsins. Sérstaklega var rætt um mikilvægi þverfaglegs samstarfs og að safna sem mest af upplýsingum í gegnum skólastarf. Ákveðið var að óska eftir þátttöku Skógræktarfélags Árnesinga og undirbúa gerð samstarfssamnings og ganga frá unirritun hans sem fyrst.

Á meðfylgjandi mynd má sjá þá sem sóttu fundinn í Leikskólanum Álfheimum.

Mynd og texti: Ólafur Oddsson