Á Markarfljótsaurum er að finna einna best varðveittu fornskógarleifar á landinu og gefa þær vísbendingar um hvernig skógar landsins litu út á láglendi fyrir landnám. Jökulhlaupið sem grandaði skóginum var það síðasta margra forsögulegra hlaupa sem flætt hafa um Markarfljótsaura og Landeyjar síðustu 10.000 árin. Greiningar á setsýnum benda til þess að hlaupið hafi tengst gosi í Kötlu.

Í Landanum sl. sunnudag er að finna nánari upplýsingar um skógarleifarnar, viðtal við Ólaf Eggertsson, sérfræðing hjá Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá og áhugaverð myndskeið.

Innslag Landans um Drumbabót

Mynd: Skjáskot af vef RÚV