Föstudaginn 18. júní 2010 fer fram doktorsvörn við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Þá ver Edda Sigurdís Oddsdóttir, líffræðingur og sérfræðingur hjá Skógrækt ríkisins, doktorsritgerð sína: Distribution and identification of ectomycorrhizal and insect pathogenic fungi in Icelandic soil and their mediation of root-herbivore interactions in afforestation (Útbreiðsla og tegundagreining svepprótar- og skordýrasníkjusveppa í jarðvegi og áhrif þeirra á skordýrabeit á trjáplönturótum).