Snemma á árinu óskaði Malene Bendix framkvæmdastóri Udeskolen í Danmörku eftir aðstoð við undibúnings heimsóknar til Íslands fyrir hóp danskra sérfræðinga um útinám. Undirbúningurinn var síðan í höndum verkefnisstjóra Lesið í skóginn og Helenu Óladóttir, verkefnisstjóra Náttúruskóla Reykjavíkur. Hluti af heimsókninni var í höndum dananna sjálfra, s.s. heimsóknir í einstaka skóla. Það sem vakti áhuga þeirra upphaflega var sú staðreynd að íslenskir kennarar hafa í vaxandi mæli skipulagt kennaraheimsóknir til Danmerkur og einnig sótt einstök námskeið hjá dönunum um útinám og virtist þeim sem hér væri nokkur gerjun og þróun í skógartengdu útinámi sem vert væri að kynna sér nánar. Frá upphafi var heimsóknin lögð þannig upp að báðir aðilar gætu fengið sem mest faglega út úr heimsókninni. Hópurinn var nokkuð þverfaglegur, þ.e. kennarar með ólíka fagmenntun en allir tengdust þeir útinámskennslu.  

28092012-(3)Tekið var á móti hópnum í Ólaskógi þar sem dagskráin einkenndist af notalegri samveru og kynningu á verkefnum sem geta talist nokkuð hefðbundin í starfi Lesið í skóginn. Gestirnir fengu að kynnast öruggu hnífisbrögðunum í tálguninni og kom í ljós að sú tækni er ekki notuð í Danmörku. Bakaðar vöru greinapizzur  og sætabrauð sem þeir ekki upplifað fyrr. Þá fékk hluti þátttakenda að kynnast „trjáspekinni“ þar sem þeir fengu að vita hvað trjátegund þeir tilheyrðu eftir fæðingardegi og hvað einkenndi þá. Á milli einstakra liða kynntu samstarfsaðilar aðkomu sína að Lesið í skóginn verkefninu og lýstu tilgangi þátttöku sinnar. Þóróflur Jónsson, deildarstjóri garðykjunnar hjá Umhverfissviði borgarinnar, sagði frá þátttöku sviðsins og gildi þess í uppeldislegum tilgangi og Rannveig Árnadóttir, skólastjóri Ártúnsskóla, rakti útinámssögu skólans og nýtingu grenndarskjógarins í skólastarfi og samstarfi við Lesið í skóginn. Ása Erlingsdóttir og Margrét Eðvarðsdóttir kynntu Cornell-leikina í skipulegu útinámi með upplifunaræfingum í skóginum.

Hópurinn heimsótti á eigin vegum Sæmundarskóla í Grafarholti og Norðlingaskóla í Norðlingaholti.

Daginn eftir þessa heimsókn var haldið lítið málþing í HÍ þar sem einstakir aðilar kynntu skipulag, þróun og stöðu útináms í kennaramenntun og símenntun. Afar fagleg, áhugaverð og gagnleg yfirferð en minni tími varð fyrir umræður í lokin en ætlað var í upphafi en hluti af hópnum hittist tveim dögum síðar til að meta gagnsemi heimsóknarinnar og kom þar fram að æskilegt og áhugavert væri að þróa samstarf á svið kennaramenntunarinnar en flestir dönsku þátttakendanna unnu við námskeiðshald og kennslu við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn.

28092012-(7)

28092012-(4)

28092012-(2)

28092012-(6)

28092012-(5)

27092012-(2)

Texti og myndir: Ólafur Oddsson