29102012-(1)29102012-(3)29102012-(5)29102012-(4)Þrír danskir starfsnemar, þeir Nicholas M. Sørensen, Bjarke Hillgaard og Michael Christensen sem stunda nám í skov- og naturtekniker við Agri College í Álaborg, eru þessa dagana í starfsnámi hjá Skógrækt ríkisins á Suðurlandi. Nemendur frá sama skóla og öðrum skólum með sambærilega menntun hafa verið í 3-4 vikna starfsnámi undanfarin ár og líkað dvölin vel. Kennari nemendanna, Jesper Enager, var á Íslandi að kanna aðstæður og þau verkefni sem þeir starfa við hér á landi. Tóku þeir þátt í skoðunarferð með starfsmönnum Suðurlandsdeildar sem funduðu í Haukadalsskógi.



















































Texti: Hreinn Óskarsson
Myndir: Hreinn Óskarsson og Hrafn Óskarsson