Forsíða dagatals Skógræktarinnar fyrir árið 2019
Forsíða dagatals Skógræktarinnar fyrir árið 2019

Út er komið dagatal Skógræktarinnar 2019 með ljósmyndum af íslenskum skógarfuglum. Dagatalinu er dreift til skógarbænda, samstarfsfólks Skógræktarinnar, stofnana og fyrirtækja.

Fugl aprílmánaðar er hrossagaukurinnDagatalið hannaði Þrúður Óskarsdóttir, grafískur hönnuður hjá Forstofunni, en fuglamyndirnar tóku Hrafn og Örn Óskarssynir. Í dagatalinu má finna ljósmyndir af 14 fuglategundum sem finna má í íslenskum skógum. Tegundirnar eru svart­þröstur, eyrugla, rjúpa, skógarþröstur, gló­koll­ur, músarrindill, þúfutittlingur, hrossagaukur, barr­finka, maríuerla, auðnu­titt­ling­ur, brandugla, krossnefur og skógarsnípa.

Nokkrar af tegundunum sem í dagatalinu má finna þrífast hér eingöngu fyrir tilstilli skóg­ræktar á landinu. Augljósustu dæmin um það eru glókollur og krossnefur. Glókollur er farfugl í nágrannalöndum okkar í Evrópu en hefur borist til landsins með djúpum lægðum sem feykt hafa þessum minnsta fugli Evrópu af farleiðum sínum og hingað til lands. Flugþol glókolls er svo lítið að hann getur ekki flogið héðan af eigin rammleik og því er hann hér staðfugl og reiðir sig á að nóg sé af smádýrum á trjám í skógum landsins svo hann komist af.

Á dagatalinu eru upplýsingar um helstu tyllidaga, meðal annars daga sem snerta skógrækt og náttúruverndKrossnefur hefur sérhannaðan gogg til að ná fræjum úr könglum barrtrjáa og jafnvel þótt fjöldi tegundarinnar í landinu sé ekki mikill enn sem komið er sjást hér ungar æ oftar. Tegundin hefur reynt varp í skógarlundum víða um land og eftir því sem barrskógar vaxa upp aukast líkur á því að krossnefurinn nemi hér varanlega land og taki að fjölga sér að ráði.

Takmarkað upplag til sölu

Skógræktin gefur á hverju ári út dagatal og dreifir til skógarbænda, samstarfsfólks, vel­unnara, samstarfsstofnana og -fyrirtækja. Aukaeintök voru prentuð til sölu á land­bún­að­ar­sýn­ing­unni sem haldin var í Laugardalshöll í Reykjavík í október og vakti dagatalið þar mikla hrifningu gesta sem margir keyptu eintak. Takmarkað upplag var svo selt áhugasömum en er nú uppselt.

Dagatal Skógræktarinnar 2019

#skograektin

Texti: Pétur Halldórsson