Dagatal Skógræktar ríkisins fyrir árið 2007 er komið út.  Þema ársins er "fuglar í skógi" og eru myndirnar eftir Hrafn Óskarsson starfsmann Skógræktar ríkisins á Tumastöðum.  Hrafn er einstakur myndasmiður eins og sjá má á dagatalinu.

Umsjón með vinnu við dagatalinu var í höndum Ólafs Oddssonar og SKÓP sá um hönnun.  Prentsmiðjan Oddi sá um prentun ásamt því að styrkja útgáfuna með myndarlegum hætti.

Dagatalið er prentað í 600 eintökum og er sent viðskiptavinum og samstarfsaðilum Skógræktar ríkisins.  Nokkur eintök eru enn til og bíður Skógrækt ríkisins fólki að senda tölvupóst á skogur@skogur.is, gefa upp nafn og heimilsfang og fá dagatalið sent á meðan birgðir endast.