Út er komið dagatal Skógræktar ríkisins fyrir árið 2012 og er rafræn útgáfa þess aðgengileg hér á skogur.is.

Þema dagatalsins að þessu sinni eru trjátegundir. Hönnuður dagatalsins er Þrúður Óskarsdóttir, grafískur hönnuður hjá Forstofunni og Fíton. Hönnunarverk Þrúðar ættu að vera skógræktarfólki kunnugleg, því hún hefur einnig hannað Ársrit Skógræktar ríkisins (áður Ársskýrsla Skógræktar ríkisins) frá árinu 2004.