Talið er að elsta tré jarðar, og jafnframt elsta lífvera jarðar, sé 4.767 ára gömul broddfura (Pinus aristata) sem vex í Hvítufjöllum (White Mountains) í rúmlega 3000 m hæð yfir sjávarmáli, á ríkjamörkum Kaliforníu og Nevada í Bandaríkjunum. Vegna hás aldurs hefur tré þetta hlotið nafnið Metúsalem, í höfuðið á Metúsalem gamla Enochsyni, sem sagt er í gamla testamentinu að hafi náð 969 ára aldri.
Í vikunni var frá því sagt í frétt Washington Post að búið væri að klóna þennan einstakling (sjá hér). Í framhaldinu yrði afleggjurum Metúsalems dreift sem víðast í þágu rannsókna og fræðslu. Meðal annars stæði til að koma upp trjásafni í Washingtonborg með klónuðum eintökum af öllum elstu trjám Bandaríkjanna.
Nánari upplýsingar um broddfurutréð Metúsalem er af finna á eftirfarandi vefsíðum:
Methuselah tree - NOVA ONLINE
The ancient bristlecone pine