Frá vinstri: Snorri Páll Jóhannsson Skógræktinni Hallormsstað sem lenti í 2. sæti Íslandsmótsins í s…
Frá vinstri: Snorri Páll Jóhannsson Skógræktinni Hallormsstað sem lenti í 2. sæti Íslandsmótsins í skógarhöggi, Orri Freyr Finnbogason Skógræktarfélagi Reykjavíkur sem varð þriðji og lengst til hægri Íslandsmeistarinn, Bjarki Sigurðsson. Ljósmynd: Þór Þorfinnsson.

Íslandsmeistarakeppnin í skógarhöggi sem fram fór á Skógardeginum mikla 22. júní var geysi­spenn­andi en á endanum fór einn starfsmanna Skógræktarinnar með sigur af hólmi, Bjarki Sigurðsson, verkstjóri í starfstöð Skógræktarinnar á Hallormsstað.

Skóg­ar­dag­ur­inn mikli var nú hald­inn hátíðleg­ur í Mörk­inni í Hall­ormsstaðaskógi fimmtánda árið í röð. Áætlað er að um 1.700 manns hafi sótt viðburðinn að þessu sinni. Dagskráin var fjölbreytt að vanda og með hefðbundnu sniði. Hún hófst með 14 kíló­metra skóg­ar­hlaupi og þar urðu úrslit sem hér segir:

Karlaflokkur

1.  Skúli Skúlason 1.14.10
2.  Halldór Halldórsson 1.17.19
3.  Ágúst Már Þórðarson                1.17.57

 

Kvennaflokkur

1.  Hanna Gyða Þráinsdóttir 1.36.56
2.  Ragnhildur Aðalsteinsdóttir   1.40.26
3.  Martina Kasparova 1.43.38

        

Í skóg­ar­höggskeppn­inni sem líka er árlegur og fastur liður á Skógardeginum mikla léku keppendur list­ir sín­ar með exi og sög. Keppn­in var gríðarlega spenn­andi í ár en að lokum fór Bjarki Sig­urðsson með Íslands­meist­ara­titil­inn af hólmi. Bjarki starfar sem verkstjóri hjá skógarverðinum á Austurlandi í starfstöðinni á Hallormsstað. Og þetta er síður en svo í fyrsta sinn sem Bjarki sigrar í þessari keppni á Skógardeginum mikla. Hann hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari, fyrst árið 2007, og sex sinnum lent í öðru sæti. Skógræktin óskar Bjarka til hamingju með árangurinn.

Skógardagurinn mikli var einn fjölmargra viðburða sem fóru fram í skógum landsins þennan dag undir yfirskriftinni Líf í lundi.

Texti: Pétur Halldórsson