frett_07052007_1Síðustu vikur hafa ferðamenn í Haukadal rekið upp stór augu þegar farið er um skóginn. Þar hanga fötur í birkitrjám á nokkrum stöðum í skóginum.

Föturnar eru nýttar til að safna trjásafa úr birkitrjám. Slöngum hefur verið stungið inn í trén eftir að litlar holur hafa verið boraðar inn í stofn þeirra. Söfnunin hófst eftir að hitastig fór yfir frostmark í byrjun aprí og mun verða haldið áfram fram í miðjan maí, eða þangað til trén laufgast. Safi birkitrjáa inniheldur auk sykurs ýmis næringarefni. Víða um lönd er hefð fyrir slíkri söfnun t.d. í Kanada, Finnlandi og NOregi, en lítið hefur verið gert af slíku hér á landi. 

Ýmsir nýtingarmöguleikar á birkisaftinni hafa verið prófaðir síðustu vikur. M.a. má nýta safann til drykkju eða eldamennsku. Úr safanum má gera sýróp með því að sjóða safann í nokkra tíma þar til það er orðið nógu þykkt til átu. Úr 100 lítrum af birkisaft má fá um 1-2 lítra af sýrópi, en stórt birkitré getur framleitt yfir 3 lítra af safa á dag.

Morten T. Leth hefur staðið fyrir prófuninni ásamt skógræktarnemanum Anne Wolff frá Frakklandi.

Ljósm. Morten T. Leth.