Eins og fram kom í fréttum gekk óveðurslægðin Berit yfir Fæeyjar og Noreg fyrir rúmri viku. Talið var að veðrið væri það versta sem gengið hefði yfir Færeyjar í rúmlega tuttugu ár. Vindhraði var mestur 53 metrar á sekúndu, þök fuku af húsum og skip losnuðu frá festum.

Skógarnir fóru ekki varhluta af óveðrinu. Tróndur Leivsson hjá Umhverfisstofnun Færeyja tók myndir af því hvernig var umhorfs eftir veðrið.

Mynd: Tróndur Leivsson
Texti: Esther Ösp Gunnarsdóttir