Baldur og Bragi Jónssynir á Hallormsstað eru sjötugir í dag. Þeir bræður hófu störf hjá Skógrækt ríkisins árið 1953 og eru því búnir að starfa þar í 50 ár. Þetta eru því sannarlega merkileg tímamót.

Eftir hálfrar aldar starf hjá Skógræktinni hafa þeir komið víða við, bæði hvað varðar framkvæmdir og meðhöndlun tækja og tóla. Þeir hafa því sannarlega upplifað margt og séð mikla þróun eiga sér stað í íslenskri skógrækt.

Allan sinn starfsferil hafa Baldur og Bragi starfað á Hallormsstað og starfa sem flokksstjórar í dag. Bargi hefur síðustu ár starfað í gróðrarstöðinni, en Baldur sinnt viðhaldi tækja og húsa. Sjötugsaldurinn gerir það nú að verkum að þeir láta af störfum um næstu mánaðarmót.