Sveitarfélög bæjanna Karleby í Finlandi, Vejle og Skagen í Danmörku, Þrándheims í Noregi, Sundsvall og Växjö í Svíþjóð og Egilsstaða á Íslandi hafa ákveðið að ganga til samstarfs um að stuðla að þróun þéttbýlis sem byggir á timbri og timburbyggingum.

Sveitarfélögin telja það eftirsóknarvert að notkun timburs og trjávöru fái stærri sess í bæjunum.  Rökin fyrir því eru:

- að timbur er byggingarefni sem endurnýjast stöðugt
- að það er aukin eftirspurn eftir timburhúsum, vegna jákvæðra umhverfisþátta, þ.m.t. loftslags innanhúss
- að trjávara sem notuð er til bygginga og mannvirkja krefst minni orkunotkunar við framleiðslu og við byggingarstarfsemina en önnur byggingarefni
- að timbur er efni sem bindur CO2 og því er notkun þess jákvætt framlag til ákvæða Kyoto-sáttmálans um að draga úr losun CO2
- að bæjarhlutar og hverfi með nútíma tréarkitektúr geta boðið upp á meiri fjölbreytni, sem getur haft jákvæð félagsleg áhrif og stuðlað að aðflutningi íbúa
- að timburhúsabyggingar geta í dag keppt í verði við byggingar úr öðrum byggingarefnum og hafa að auki mikla þróunarmöguleika hvað hagkvæmni varðar.

Sjá fréttina í heild sinni á Heimasíða Austur - Héraðs