Móhumla. Mynd: CC / Ivar Leidus.
Móhumla. Mynd: CC / Ivar Leidus.

Ný grein í Icelandic Agricultural Sciences

Greinilegur munur sást á plöntuvali mó­humlu fyrri og seinni hluta sumars í athug­un sem gerð var á tveimur stöðum á Suð­vesturlandi, í Heiðmörk og við Vífilsstaða­vatn. Um þetta má lesa í grein eftir Jona­than Willow sem komin er út í alþjóðlega vísindaritinu Icelandic Agricultural Scien­ces.

Greinin er sú fjórða í röðinni sem kemur út í hefti 30/2017 af þessu riti. Þetta er stutt­grein og á íslensku mundi hún nefnast At­hugun á plöntuvali móhumlu (Bombus jonellus) á Suðvesturlandi. Athugunin var gerð á tveimur stöðum, í Heiðmörk og við Vífilsstaðavatn, sumarið 2016. Fyrri hluta sumars nærðist móhumlan (hunangsflugan, villibýflugan) aðallega á blóðbergi og fjall­dala­fífil, lítillega á blágresi og sáralítið á nokkrum öðrum plöntutegundum. Seinni part sumars var meira úrval af blómstrandi plöntum og fæðuvalið var þá ekki eins eins­leitt. Þá nærðist móhumlan aðallega á engjarós, umfeðmingi, beitilyngi, blóðbergi, skarifífli og gullkolli. Rannsóknin sýndi greinilegan mun á plöntuvali móhumlu milli fyrirparts sumars og síðsumars og að hún nýtir sér fjölbreytni blóm­plantna mólendisins síðsumars. 

Höfundur mælir með því í greininni að stuðlað verði að útbreiðslu þeirra tegunda sem móhumlan sækir helst í. At­hug­un­in bendi til þess að þótt tegundin í heild sæki í ýmsar tegundir blómplantna virðist sem einstaklingar sérhæfi sig í að sækja næringu úr einstökum tegundum, mögulega vegna samkeppni. Aukin fjölbreytni þessara blómplantna geti því e.t.v. stuðlað að eflingu móhumlunnar.