Út er komnar Ársskýrslur Suðurlandsdeildar sem Hreinn Óskarsson, fyrrverandi skógarvörður á Suðurlandi, hefur tekið saman. Í skýrslunum er í máli og myndum sagt frá starfi Suðurlandsdeildar Skógræktar ríkisins. Deildin hefur umsjón með öllum eignar- og umsjónalöndum Skógræktarinnar á Suðurlandi allt frá Þingvöllum í vestri að Kirkjubæjarklaustri í austri.

 Á heimasíðu Skógræktarinnar má finna ársskýrslur sunnlenskra skógarvarða allt frá árinu 1918.