Þær fréttir voru að berast frá Danmörku að góður vinur margra íslenskra skógræktarmanna Whilhelm Bruun de Neergaard hafi látist 14 ágúst síðastliðinn. Wilhelm hefur verið í forystu í danskri skógrækt í hart nær 25 ár , hefur setið í stjórn Dansk skovforening í öll þau ár þar af sem formaður frá 1979-92.  Hann hefur verið formaður í Forskningsentret for Skov og landskap frá stofnun þess 1991 auk þess að sitja í fjölda stjórna og ráða sem á einn og annan hátt tengjast danskri og norrænni skógrækt.  Wilhelm var í stjórn SNS Samstarfnefnd um norrænar skógræktarrannsóknir í 25 ár og tók þátt í mörgum fundum hér á Íslandi  af því tilefni.  Wilhelm var einstaklega ljúfur og traustur maður, ráðagóður og trúr sannfæringu sinni og við sem kynntumst honum eigum margar góðar minningar um góðan dreng.  Við sendum konu hans Merete og fjöldkyldunni samúðarkveðjur og tökum undir orð Niels Elers Koch sem skrifar: Lad os ære hans minde ved at sætte pris på hver dag, vi har det godt, og passe godt på SNS, som han arbejdede for i mere end 25 år, og som han værdsatte meget?

Jón Loftsson skógræktarstjóri