Ferskvatnsbirgðir jarðarinnar standa og falla með skógum heimsins. Með skógrækt stuðlum við að því a…
Ferskvatnsbirgðir jarðarinnar standa og falla með skógum heimsins. Með skógrækt stuðlum við að því að mannkynið hafi áfram aðgang að nægu ferskvatni. Skógar gefa líf. Líf þarf vatn. Mynd: Flickr/Creative Commons/David Salafia

Hvað veist þú mikið um skóga og vatn?

Á alþjóðlegum degi skóga sem haldinn er 21. mars ár hvert er mannkynið minnt á hvernig skógar og stök tré viðhalda lífi á jörðinni og vernda okkur mannfólkið. Að þessu sinni er sérstök athygli vakin á því að skógar eru ómissandi þáttur í því að við­halda ferskvatnsbirgðum jarðarinnar. Án ferskvatns fengjum við ekki lifað.

En hvað veist þú mikið um skóga og vatn, lesandi góður? Alþjóðlegur dagur skóga er í umsjá FAO, matvæla- og landbúnaðar­stofn­un­ar Sameinuðu þjóðanna. Stofnunin hefur sent frá sér skemmtilegan og fróð­leg­an spurningaleik fyrir fólk að spreyta sig á. Þar geturðu komist að því hversu mikið þú veist um samband skóglendis á jörðinni og ferskvatnsbirgða jarðarinnar. Taktu þátt í spurningaleiknum á vef FAO. Gleðilegan skógardag!

Myndband FAO í tilefni af alþjóðlegum degi skóga 2016
Myndband Skógræktar ríkisins í tilefni af alþjóðlegum degi skóga 2016

Texti: Pétur Halldórsson