Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að árið 2011 verði alþjóðlegt ár skóga. Markmiðið er að auka vitund um sjálfbæra nýtingu, verndun og þróun í öllum gerðum skóglenda.

Skógrækt ríkisins mun, í samvinnu við aðra hagsmunaðila í skógrækt, koma að ýmsum viðburðum á árinu í tengslum við ár skóga. Nánar upplýsingar um væntanlega viðburði munu birtast síðar á heimasíðu Skógræktar ríkisins.



Texti: Ólafur Eggertsson