Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur nú birt skýrslur allra landa sem tóku þátt í úttekt á skógum heimsins 2010 (Global forest resources assessment 2010 – FRA2010).

Í úttektinni voru í fyrsta sinn notaðar upplýsingar úr landskógarúttekt til að meta m.a. flatarmál, viðarmagn, lífmassa og kolefnisforða. Gögnin eru einu stöðluðu heimsgögnin um skóga og skógrækt. Þau eru því sambærileg á milli landa og mikið notuðí ýmis konar fræðilega vinnu varðandi skógrækt á heimsvísu. Á vefsíðu Matvælastofnunarinnar má m.a. finna skýrslu Íslands en gögn frá Íslandi hafa verið send inn í úttektina frá árinu 1990. Einnig hafa verið gefin út lykilatriði skógaúttektarinnar. Lokaskýrslan er enn í vinnslu og von er á útgáfu hennar í október á þessu ári.Texti: Arnór Snorrason, sérfræðingur hjá Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá