Skógrækt ríkisins er þekkingar-, þróunar- og þjónustuaðili sem vinnur með og fyrir stjórnvöld, almenning og aðra hagsmunaaðila að rannsóknum, ráðgjöf og þekkingarmiðlun á sviði skógræktar.

Skógrækt ríkisins auglýsir laust til umsóknar starf aðstoðarskógarvarðar á Vesturlandi með aðsetur í Hvammi í Skorradal.  Starfið heyrir undir þjóðskógasvið Skógræktar ríkisins og felst einkum í skipulagningu og framkvæmd verkefna er lúta að meðferð þjóðskóganna á Vesturlandi.  Um 100% starf er að ræða og er miðað við að upphaf ráðningar sé 1. desember 2010.

 

Kröfur um menntun, reynslu og hæfni:  

  • Menntun í skógfræði, skógtækni eða skyldum greinum er stór kostur.
  • Reynsla af vinnu við gróðursetningu, grisjun og aðra skógarumhirðu er nauðsynleg ásamt reynslu af verkstjórn og mannaforráðum. 
  • Reynsla af skógmælingum og gerð skógræktaráætlana er nauðsynleg. 
  • Reynsla af notkun Arc Info er æskileg. 
  • Hæfni til að stjórna verkefnum og vinna hvort heldur sem er sjálfstætt eða í hóp með öðrum. 
  • Samstarfshæfni og jákvæð almenn framkoma eru skilyrði.

Laun: samkvæmt kjarasamningum ríkisins.

Nánari upplýsingar veitir Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri þjóðskóganna, hjá Skógrækt ríkisins í síma 470-2007 eða tölvupósti throstur[hjá]skogur.is.  

Umsóknarfrestur er til 6. nóvember 2010. Umsóknir ásamt ferliskrá berist til Skógræktar ríkisins, Miðvangi 2-4, 700 Egilsstöðum. 

Öllum umsækjendum verður svarað.