Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda verður haldinn í Stórutjarnaskóla Ljósavatnsskarði 18. og 19. september n.k.

Kostnaður á mann í tvær nætur í tveggja manna herbergi með baði er kr 13.000- á mann og tveggja manna herbergi án baðs er kr 11.500.- Eins manns herbergi með baði er kr 15.500- á mann og án baðs kr 13.500.-.  Innifalið er allur fundarkostnaður, gisting, morgunmatur, kaffi, kvöldmatur, hádegismatur, hátíðarkvöldverður og ferð að Vöglum.

Þátttakendur eru beðnir að tilkynna sig í Stórutjarnarskóla á tölvupóstfangið oliarn(hjá)storutjarnaskoli.is eða  í síma 464-3220. Tekið er á móti pöntunum frá 1. til 11. september.