(Mynd: Hekluskógar)
(Mynd: Hekluskógar)
Þessa dagana er unnið að haustgróðursetningu hjá Hekluskógum . Þátttakendur í Hekluskógaverkefninu, sem nú eru orðnir 153, sjá að mestu um gróðursetninguna og er stefnt að því að gróðursetja tæplega 40 þúsund plöntur í haust. Nokkrir hópar hafa heimsótt Hekluskóga í haust. Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd og Ferðaklúbburinn 4x4 söfnuðu birkifræi í Þjórsárdal á dögunum, bæði í Búrfellsskógi sem og Þjórsárdalsskógi. CELL, hópur háskólanema frá Bandaríkjunum, heimsótti verkefnið í þrjá daga í lok september og vann að gróðursetningu og fræsöfnun.


Hekluskógar þakka öllum þessum aðilum fyrir aðstoðina.

frett_15102010_12

Frétt og myndir: Vefsíða Hekluskóga