- 28 stk.
- 05.06.2018
Fagráðstefna skógræktar var haldin í Hörpu í Reykjavík dagana 22.-24. mars 2017. Mógilsá, rannsóknasvið Skógræktarinnar, sá um ráðstefnuna að þessu sinni og fagnaði um leið fimmtíu ára afmæli skógrannsókna á Mógilsá. Þema ráðstefnunnar vartengt skógræktarrannsóknum fyrr og nú og auk innlendra fyrirlesara hélt sænski prófessorinn Jonas Rönnberg inngangsfyrirlestur ráðstefnunnar. Liður í ráðstefnunni var vettvangsferð að Mógilsá og eru myndirnar hér bæði úr þeirri ferð og af vettvangi ráðstefnunnar sjálfrar í Hörpu.