Markmið  verkefnisins er að þróa sameindaerfðafræðilega aðferð til að staðfesta faðerni lerkikvæmisins Hryms

2019: 1. hluta verkefnisins er lokið með lokaskýrslu til Framleiðnisjóðs. Sæmundur Sveinsson hjá Matís sá um að þróa erfðamörk sem gagnast til að staðfesta faðerni Hryms. Ekki tókst að útbúa sambærileg erfðamörk til að rekja móður en með því að halda fræinu aðskildu er jú móðirin þekkt. Aðferðin er tilbúin til að meta erfðabreytileika Hryms. Með því að greina feður plantna í afkvæmaprófi gefst kostur á að reikna kynbótagildi bæði föður og móður sem koma fyrir í afkvæmaprófinu (sjá verkefnið afkvæmaprófanir á klónum lerkis í fræræktarhúsi).

2020: Verkefninu er lokið og afraksturinn nýttur í framhaldsverkefni í afkvæmarannsóknum. Lokaskýrsla verður gerð aðgengileg á vef Skógræktarinnar á árinu.

Rannsóknarsvið

Erfðaauðlindir

Tengiliður Skógræktarinnar

Brynjar Skúlason