Skógarplöntuframleiðendur í Skandinavíu nota í auknum mæli vinnuþjarka eða róbóta í framleiðslu sinni til að auka hagkvæmni í rekstri. Vinnuþjarkarnir prikla smáum skógarplöntum í hefðbundna bakkastærð til þess að spara pláss í gróðurhúsum. Markmiðið með verkefninu er að prófa ræktun rússlerkis, stafafuru, birkis og sitkagrenis í míkróbökkunum til þess að kanna hve langan tíma það tekur að rækta tegundirnar upp í priklunarhæfa stærð með tilliti til rótarmassa. Verkefnið er unnið í samstarfi við Sólskóga ehf. og Indíönu Líf Ingvadóttur sem er nemandi við Garðyrkjuskólann.

Rannsóknarsvið

Trjá- og skógarheilsa

Vistfræði skóga

Tengiliður Skógræktarinnar

Rakel Jakobína Jónsdóttir

Starfsmenn Skógræktarinnar

Þuríður Davíðsdóttir