Lat: Betulaphis quadrituberculata

Lífsferill

Birkiblaðlús (Betulaphis quadrituberculata) skríður úr eggi um svipað leyti og birkið laufgast. Hún fjölgar sér með kynlausri æxlun fram eftir sumri. Þegar kemur fram í ágúst koma fram karldýr og kvendýr sem æxlast og síðan verpa kerlingarnar, gjarnan við brumin. Eggin liggja í dvala til vors.

Tjón

Birkiblaðlús er til nokkurs ama í görðum og limgerðum en veldur litlu tjóni.

Varnir gegn skaðvaldi

Vegna lítils tjóns af völdum birkiblaðlúsar er vafamál hvort ástæða er til viðbragða. Þetta er þó ein af þeim tegundum sem mikið er úðað gegn.