Þemadagur Nordgen verður haldinn í starfstöð Skógræktarinnar á Mógilsá undir Esjuhlíðum 13. apríl 2023. Á dagskránni er fræðsla um skógarplöntuframleiðslu og er öllum heimil þátttaka endurgjaldslaust.

Björn Borgan kemur frá Alstahaug í Noregi og fræðir um framleiðslu á sitkagreni og varnir gegn sjúkdómum í plöntuuppeldi. Erindi hans verða á ensku en önnur erindi á íslensku. Bæði er hægt að taka þátt í fundinum á staðnum og í streymi.

Þátttaka er ókeypis og öllum opin. Vinsamlegast skráið þátttöku hér að neðan. Veljið hvort þið komið á staðinn eða fylgist með í streymi.

Nordgen er samstarfsvettvangur Norðurlandanna sem stendur meðal annars fyrir fræðslu í formi ráðstefnu og þemadaga sem fram fara til skiptis í löndunum fimm.

Þátttaka á staðnum eða í streymi?

Dagskrá á þemadegi Nordgen á Mógilsá fimmtudaginn 13. apríl 2023

9.30-10.00 Kaffi og skráning

10.00-10.10 Setning

10.10-11.00 Áskoranir í plöntuframleiðslu vegna vaxandi eftirspurnar. Katrín Ásgrímsdóttir og Hrefna Jóhannesdóttir

11.00-11.40 A practical approach on production of Sitka spruce. Björn Borgan

11.40-12.10 Fjölgun Hryms með græðlingum. Rakel Jónsdóttir

12.10-13.00 Hádegishlé

13.00-13.30 Hraðfjölgun alaskaaspar. Þorbergur Hjalti Jónsson og Úlfur Óskarsson

13.30-14.00 Ræktunarferli plantna til geymslu og afhendingar úr frysti. Hallur Björgvinsson

14.00-14.30 Áhrif gróðursetingatíma frystra planta á sumarvöxt og frostþol að hausti. Rakel Jónsdóttir

14.30-15.00 Kaffihlé

15.00-15.40 Minimizing the risk of diseases and early detection when it happens. Björn Borgan

15.40-16.00 Umræður og fundarlok

captcha