Lat: Fagus

Beyki (áður einnig kallað bæki) (fræðiheiti: Fagus) er ættkvísl skammærra trjáa af beykiætt (Fagaceae) sem eiga heimkynni sín í tempraða beltinu í Evrópu og Norður-Ameríku.

Meira um

Tíu til þrettán tegundir tilheyra beykiættkvíslinni. Beykitré geta orðið allt að 35 m há. Þau eru með egglaga, heilrend laufblöð sem hafa lítið eitt bugðótta jaðra, blóm í hnoðum og eru með sléttan, gráleitan börk. Beykiviður er auðunninn og notaður m.a. í húsgögn o.fl. Beyki þrífst illa á Íslandi en hefur þó myndað fræ (2007) í garðinum Hellisgerði í Hafnarfirði. Þau tré voru þá um 80 ára gömul.