Lat: Ulmus

Álmur (fræðiheiti: Ulmus) er ættkvísl hávaxinna lauftrjáa af álmsætt (Ulmaceae) sem tilheyrir rósaættbálkinum (Rosales).

Meira um álm

Algengasta álmtegund í Evrópu og sú eina sem ræktuð hefur verið hérlendis heitir einfaldlega álmur. Hann hefur breiða og hvelfda krónu og klæðist gulum lit á haustin. Tré af álmsætt eiga heimkynni í Evrópu, Litlu-Asíu og Kákasus. Þar sem álmur þrífst best getur hann orðið 40 metra hár.