Skógardagurinn mikli með steiktum lummum, ketilkaffi, skógarhlaupi, grillmat og fleiru verður ekki h…
Skógardagurinn mikli með steiktum lummum, ketilkaffi, skógarhlaupi, grillmat og fleiru verður ekki haldinn í sumar en fólk getur hlakkað til viðburðarins sumarið 2021

Undirbúningsnefnd Skógardagsins mikla hefur í samráði við viðbragðsstjórn Skógræktarinnar vegna COVID-19 ákveðið að fresta Skógardeginum mikla til næsta árs.

Dagurinn hefur verið haldinn í Hallormsstaðaskógi um Jónsmessu í 15 sumur. Um 1.600-1.900 manns hafa komið í skóginn árlega á þessum degi. Mikill ábyrgðarhlutur væri að halda Skógardaginn mikla miðað við þá óvissu sem ríkir vegna smithættu af COVID-19. Erfitt er að takamarka fjöldann sem kæmi og ekki síst er útilokað að halda tveggja metra regluna.

Undirbúningsnefnd Skógardagsins mikla býður gesti velkomna til hátíðarinnar að ári en hvetur fólk að sjálfsögðu til að nota skóginn til útivistar allan ársins hring. Í nefndinni eru fulltrúar frá Skógræktinni, Félagi skógarbænda á Austurlandi, Félagi sauðfjárbænda á Héraði og Fjörðum og Félagi nautgripabænda á Héraði og Fjörðum.

Úr fréttatilkynningu