Skógur stuðlar að nægu framboði vatns og hreinleika þess. Þessi litli foss er í Bæjarstaðaskógi. Ljó…
Skógur stuðlar að nægu framboði vatns og hreinleika þess. Þessi litli foss er í Bæjarstaðaskógi. Ljósmynd: Pétur Halldórsson

Alþjóðlegri viku vatns hjá Sameinuðu þjóðunum verður fagnað með fimm daga rafrænum viðburði dagana 23.-27. ágúst. Skógasvið FAO, matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ, heldur þrjár málstofur um skóga og vatn þar sem fjallað er um hvernig skógar geta flýtt fyrir því að byggja upp mótstöðuafl gegn þeim umhverfisógnum sem að jörðinni steðja, meðal annars að vatnsauðlindinni.

Öllum er heimil þátttaka í viðburðum á viku vatnsins. Til þess nægir að skrá sig ókeypis hér á vef viðburðarins. Þegar fólk hefur skráð sig getur það sótt alla viðburðina sem taldir eru upp hér að neðan.* Nánari upplýsingar er að finna á vefnum Forest and Water Programme.

Vitað er að beint samhengi er milli skógarþekju í löndum heimsins og heilbrigði vatnsauðlindarinnar. Skógareyðing vegur að vatnsauðlindinni og á eins treystir aukin útbreiðsla skóga þessa sömu auðlind. Aðgengi jarðarbúa að vatni og aðgengi vistkerfa heimsins að vatni veltur því ekki síst á því hvort jarðarbúum tekst að stöðva skógareyðingu og snúa vörn í sókn. Skógasvið FAO stendur fyrir eftirfarandi þremur viðburðum sem tengjast skógum og vatni í alþjóðlegri viku vatns:

1

Snertiflötur skóga og vatns
- að byggja upp mótstöðuafl með því að efla getu fólks

(The forest-water nexus: creating resilience through capacity development)

Tími: Þriðjudagur 24. ágúst kl. 15-16.25 að íslenskum tíma

Gestgjafar: FAO, landbúnaðar-, skógarmála- og sjávarútvegsráðuneyti Japans, alþjóðlega vatnsstofnunin í Stokkhólmi (SIWI) og sænska ríkisskógræktin Skogsstyrelsen.

Þetta er gagnvirk þjálfunarmálstofa sem ætlað er að efla getu þátttakenda til að lýsa og útskýra samspili skóga og vatns og jafnframt að útskýra hvers vegna nauðsynlegt er að efla getu fólks um þessi efnum á ýmsum sviðum samfélagsins. Á málstofunni fá þátttakendur tækifæri til að velja úr mismunandi þjálfunartörnum hjá þeim aðilum sem að málstofunni standa.

2

Heilbrigðir skógar, hraust samfélög
- að stýra snertifleti skóga og vatns

(Healthy forests, resilient societies: Managing the forest-water nexus)

Tími: Miðvikudagur 25. ágúst kl. 16-17 að íslenskum tíma

Gestgjafar: FAO, alþjóðasamtök skógrannsóknastofnana (IUFRO) og bandaríska ríkisskógræktin (USFS).

The session serves as the global launch for FAO’s publication A Guide to Forest–Water Management. The first publication of its kind provides guidance on monitoring, managing, and valuing forest-water relationships. The event will include an interactive session for participants to discuss the successes and challenges of managing forests for water and ask questions.

3

Heilbrigðir skógar, heilbrigt fólk
- að stýra snertifleti skóga og vatns

(Healthy forests, healthy people: managing the forest/water nexus)

Tími: Föstudagur 27. ágúst kl. 8-9 að íslenskum tíma

Gestgjafar: FAO, alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin IUCN, heimsauðlindastofnunin WRI, alþjóðlega miðstöðin um skógrannsóknir CIFOR, Alþjóðlega vatnsstofnunin í Stokkhólmi (SIWI), umhverfisáætlun Sameinuðu þjóðanna, alþjóðasamtök skógrannsóknastofnana (IUFRO), alþjóðlegt samstarf um mótstöðuafl GRP, samstarf um aðlögun í málefnum vatns AGWA, Forest Trends sem fjármagnar vistkerfisvernd á markaðsforsendum og rannsóknasamstarfið CGIAR sem fjallar um um skóga, tré og skógarlandbúnað.

Meðferð, stjórn og umhirða skóga í þágu vatns hefur margvíslega kosti í för með sér fyrir umhverfið, samfélög fólks og efnahagslífið en er líka mikilvægur þáttur í því að Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna náist, í mótvægisaðgerðum gegn loftslagsbreytingum og aðlögun að þeim. Talsmenn skóga og vatns (The Forest Water Champions) eru hópur sérfræðinga og fagfólks sem tala fyrir betri skilningi á samhenginu milli trjáa, skóga og vatns. Þessi sérfræðingahópur deilir þekkingu sinni í þessum efnum á málstofunni og útskýrir ávinninginn fyrir líffjölbreytni, baráttuna gegn loftslagsbreytingum, landbúnað og fleira, sem meðal annars stðular almennt að aukinni seiglu eða mótstöðuafli samfélagsins.

________________________________________

* Mælt er með að fólk hafi nýjustu útgáfu af fjarfundahugbúnaðinum Zoom uppsett á tölvunni eða snjalltækinu
Texti: Pétur Halldórsson